þriðjudagur, 17. október 2017

Nú er tími breytinga eins og upplifa mátti rétt fyrir síðustu aldamót þegar vefurinn varð myndrænn. Þetta skref er það sem Coca cola vefur OZ gaf innsýn inn í árið 1999. Skrítið að tæknin fór svo öll inn í vinnu við tölvuleikina en nú er loksins verið að tengja við atvinnulífið og hinn almenna neytenda tækninnar. Hvort heldur tengsl við læknisfræðina, hönnun bifreiða eða annað þar sem hugsunin er að fleiri en einn geti unnið í teymií VR heimi eða jafnvel AR-VR blönduðum heimi. Jú, loksins eru álfheimar að opnast fyrir okkur í umhverfi okkar og við að ganga inn í berg í heim álfanna. Hitta aðra og eiga bein samskipti Microsoft Oculus go - riff - home - o.fl Ofurtölva í fæðingu.

sunnudagur, 10. maí 2015

Fortíð - Nútíð

Það sem læra má af fortíðinni er að það sem meitlað er í stein stendur í árþúsundir.
Það sem skrifað er með blóði á skinn getur varðveist nokkuð vel eða alla vega nokkrar aldir.
Það sem sett er á nútíma pappír nokkuð vel í kjöraðstæðum.
Það sem sett er á digital form. Ja...hver veit...við skulum vona að formið sé uppfært og hrynji ekki einn góðan veðurdag. Þá er eins gott að kunna að skrifa og meitla stein eins og hægt er meðan þekkingin er í manna minnum.
Já er ekki Veda sagnahefð sem læra þarf orðrétt utan bókar og fara rétt með. Hvað skyldu allar þessar gömlu sögur hafa fram að færa?

Hvað skyldi þessi vera að læra?

þriðjudagur, 28. apríl 2015

Tími umbyltinga!

Er að velta fyrir mér hvernig ég breyti kennsluháttum, taki enn frekari skref til nýrra tíma á tímum sem munu umbyltast eftir 5-10 ár líkt og mér fannst gerast rétt fyrir síðustu aldamót þegar gemsar urðu algengir, netið varð myndrænt, nemendur áttu heimasíður/bloggsíður og kunnu margir HTML kóða til að gera þær flottari.

Nú eiga þau tækin en nota ekki nema að skertum hluta í skyndiskilaboð og myndefni, og eyða eflaust meiri tíma í tækni en nokkur kynslóð áður, ef ekki er litið á störf með hinar ýmsu vélar eru ekki talin með.

Á ég að skipuleggja of mikið eða henda mér út í laugina eins og þegar ég gerðist frumkvöðull í að kenna 2 ára fyrir 33 árum síðan. Þá var fólk undrandi og spurði hvað væri eiginlega hægt að kenna svo ungum börnum. Síðar breyttust barnaheimili í leikskóla og til urðu íþróttaskólar o.fl. sem vissu að hægt væri að vinna meira með ungum börnum.

Nú er ég búin að gera tilraunir á barnabörnunum í rúmt ár þar sem önnur byrjaði um 1 og 1/2 árs (eins og yngsti nemandinn í barna jazzinum) og hin 6 ára. Í gær sagði sú litla "amma viltu hjálpa mér pödduna" sem þýðir að nú væri gott að eiga pöddutíma með ömmu. Hún valdi fyrst Skype appið og vildi heyra í frænku sinni í London sem ekki var viðlátin. Þá fletti hún og fór í möppuna sína og renndi yfir fyrsta appið og svo Georg og félaga. Þá var það tónlistin og síðan teikniforritið sen hún hefur séð systir sína í. Systir hennar er aftur á móti farin að leika með forrita kubba í Scratch jr alveg heilluð. Á leiðinni inn á heimilið er leikfang sem má forrita og pabbi hennar gaf henni raftækitilraunadót. Þá er hún að detta inn í lego með vinkonu sinni enda ég séð um að hún hefði hér áður nægan aðgang að duplokubbaleik eins og börnin mín hér áður fyrr.

Hvert er ég að fara með þessu? Veit það ekki alveg, en er í farvegi. Í vetur fékk ég tækifæri til að vinna með nemendum í eTwinningvali (þurfti ekki að lauma því inn í stærðfræðin) og forritun til framtíðar. Ég er í svona endurmati fortíð, nútíð, framtíð. Margt er líkt en sjónarhornið nýtt.

MUNA: Samvinna, leikur og verkefna (líka hlutbundið) eru lyklar. Sérstaklega þegar nemendur minna á söngleikinn "Tommi" frá því ég var unglingur.  🎶Tommi can you hear me...see me...🎶

þriðjudagur, 14. apríl 2015

Kahoot í tísku og minn áhugi í forritun

Þessa dagana er Kahoot í tísku. Ég er á því að spurningar eigi að vera fáar og verkefni þannig að umhugsunartíminn sé stuttur. Næsta verkefni er að láta þau keppa við fyrri árangurinn sinn.

Ég er endanlega komin á að í flestu er Kahoot skemmtilegri en Socrative. Þó hefur sá vefur skemmtilegan fidus í exit ticket og kosningu um bestu tillögu. Þar er einnig hægt að fylla út exelskjal og innhala þannig spurningakeppni sem hægt er auk þess að keppa í í liðakeppni.

Þegar svo er verið að fikra sig í sjálfsnámi í forritun er tíminn hvergi nægjanlegur. Mikið svakalega er gaman að læra :-)

Ætli ég komist yfir að undirbúa kennsluna í vikunni því svo á nýtt námsefni athygli mína ef einhver tími er afgangs í sólarhringnum. Þvílík heppni að eiga uppkomin börn sem krefjast ekki fullrar athygli og engan mann sem yrði eflaust ósáttur við spjaldtölvu yfirleguna 😉🎶

mánudagur, 6. apríl 2015

Heimasíðu hugleiðingar

Í dag var ég enn að skoða vefsíðu möguleika. Ég hef síðustu ár verið að nota wikispaces og líkar að mörgu leyti vel við, en þegar ég vil flokka eða setja inn sérstakt útlit þá lendi ég í vandræðum.

Ég prófaði sites í fyrsta Samspil 2015 hittingnum og lenti í vandræðum af því ég valdi Tamplade sem ég var föst í. Í dag fór ég á YouTube og leitaði undir How to create site og skoðaði myndbönd 1-5 frá Mike sem tók 2 tíma.  Mér líka margir valmöguleikar þar og á eftir að prófa að setja upp síðu. Eitt er að vistun er aðeins 100MB og ég veit ekki hvort það er nóg. Ég gæti þá lent í að þurfa að búa til nýjan vef. Það væri þá fjórði vefurinn þar sem sá fyrsti var á ismennt og ég hef ekki aðgang þar lengur til að bæta og breyta.

sunnudagur, 5. apríl 2015

Haldin valkvíða ;-)

Það fer oft tími í að kynna sér hin ýmsu forrit sem freista mín. Ég hrífst...en allt í einu er ég komin á vegg...ég veit að þetta er hægt...það hlýtur að vera hægt...Hvernig set ég inn tengil í sway án þess að hann þurfi að vera embedded?

Ég gefst upp og fer að skoða aðra blogg síðu möguleika. Þessi virðist vera í lagi þó hún sé e.t.v. ekki eins fansý og sway þá held ég að hún verði léttari að vinna með. Ég er alltaf að átta mig betur á því hvað Google er að stefna í þá átt sem mér hugnast. Tökum sem dæmi google drive í samanburði við dropbox, copy, og fleiri ský. Google drive er svo létt og skemmtilegt í notkun, auðvelt að opna svona office pakka og vinna margir í í einu. Það er meira að segja hægt að vinna á sama tíma í opnu skjali og sjá hvað aðrir eru að stinga upp á.

Þá er þessari tilrauna færslu lokið.